Markvörðurinn Kasper Schmeichel hefur gert nýjan fimm ára samning við lið Leicester City.
Þetta var staðfest í kvöld en Schmeichel var mikið orðaður við brottför frá félaginu í sumarglugganum.
Hann hefur þó ákveðið að vera um kyrrt og gerir samning við liðið til ársins 2023.
Schmeichel hefur verið hjá Leicester frá árinu 2011 en hann kom til félagsins frá Leeds.
Schmeichel hefur síðan þá verið aðalmarkvörður liðsins og vann úrvalsdeildina með félaginu árið 2016.