Lið HK vann góðan sigur í Inkasso-deild karla í kvöld og er nú með tveggja stiga forskot á toppnum.
HK fékk lið Njarðvíkur í heimsókn í Kórinn og sá Brynjar Jónasson um að tryggja liðinu 1-0 sigur.
Þróttur Reykjavík tapaði síðar í kvöld mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er sjö stigum á eftir HK.
Þróttur gat komist nær ÍA sem situr í öðru sæti deildarinnar með sigri en tapaði óvænt heima gegn Haukum, 2-1.
Haukar voru þó að vinna afar mikilvægan sigur og er liðið nú fimm stigum frá fallsæti.
HK 1-0 Njarðvík
1-0 Brynjar Jónasson
Þróttur R. 1-2 Haukar
0-1 Arnar Aðalgeirsson
0-2 Elton Renato Barros
1-2 Viktor Jónsson