Miðjumaðurinn Douglas Luiz hefur gert samning við lið Girona í spænsku úrvalsdeildinni.
Þessi 20 ára gamli leikmaður gerir lánssamning við Girona en hann er samningsbundinn Manchester City.
Luiz hefur ekki fengið atvinnuleyfi á Englandi eftir að hafa komið til City frá Vasco á síðasta ári.
Hann hefur því fengið leyfi á að fara annað og mun reyna fyrir sér hjá Girona þar sem hann lék einnig á síðustu leiktíð.
Luiz var lánaður til Girona í ágúst á síðasta ári og lék alls 15 deildarleiki fyrir liðið.