Chelsea á Englandi hefur lánað varnarmanninn Michael Hector til Sheffield Wednesday í ensku Championship-deildinni.
Hector er 26 ára gamall varnarmaður en hann kom til Chelsea frá Reading árið 2015.
Hann hefur þó ekkert fengið að spila hjá Chelsea og hefur þrisvar verið sendur annað á lán.
Hector var fyrst lánaður aftur til Reading og lék svo síðar fyrir Frankfurt í Þýskalandi og Hull á Englandi.
Hector var einnig oft lánaður annað er hann var hjá Reading en þetta er í 15. skiptið á ferlinum sem hann gerir lánssamning við annað félag.