Framherjinn Cameron Jerome hefur yfirgefið lið Derby County eftir að hafa samið við liðið fyrr á árinu.
Jerome kom til Derby í janúar á þessu ári og skoraði fimm mörk í 18 deildarleikjum á síðustu leiktíð.
Jerome var þó ekki inni í myndinni hjá Frank Lampard, nýjum stjóra Derby, og er nú farinn annað.
Jerome hefur gert samning við lið Göztepe í tyrknensku úrvalsdeildinni en liðið hafnaði í sjötta sæti á síðustu leiktíð.
Jerome er 32 ára gamall sóknarmaður og á að baki fjölmarga leiki í næst efstu og efstu deild á Englandi.