Arnór Sigurðsson hefur gert samning við CSKA Moskvu í Rússlandi en þetta var staðfest í dag.
Þessi 19 ára gamli leikmaður kemur til CSKA frá Norrkoping þar sem hann stoppaði í aðeins eitt ár.
Arnór samdi við Norrkoping í fyrra eftir dvöl hjá ÍA og stóð sig frábærlega á stuttum tíma í Svíþjóð.
Talað er um að Arnór sé dýrastur í sögu Norrkoping en CSKA borgar um fjórar milljónir evra fyrir hans þjónustu.
Arnór er ekki eini Íslendingurinn hjá CSKA en með liðinu leikur Hörður Björgvin Magnússon.