Vængmaðurinn Adem Ljajic mun leika í Tyrklandi út tímabilið en hann samdi við Besiktas í dag.
Þessi 26 ára gamli leikmaður gerir eins árs langan lánssamning við Besiktas sem getur svo keypt hann næsta sumar.
Ljajic hefur undanfarin tvö ár leiðið með Torinio á Ítalíu og skoraði 16 mörk í 61 deildarleik.
Ljajic var fyrir það á mála hjá stórliðum Fiorentina, Roma og Inter en hann er uppalinn hjá Partizan í Serbíu.