Vængmaðurinn Nacer Chadli hefur skrifað undir samning við lið Monaco í frönsku úrvalsdeildinni.
Þetta var staðfest í dag en Monaco er talið borga 10 milljónir punda fyrir þennan öfluga leikmann.
Chadli gerir þriggja ára samning við Monaco en hann vildi komast burt frá West Bromwich Albion.
Chadli vr á mála hjá West Brom í tvö ár en hann lék fyrir það með Tottenham og stóð sig með prýði.
Hann er þá einnig partur af belgíska landsliðinu og kom reglulega við sögu á HM í sumar.