Clint Dempsey, markahæsti Bandaríkjamaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, hefur lagt skóna á hilluna.
Dempsey hefur undanfarin ár verið á mála hjá Seattle Sounders í MLS deildinni og skoraði 47 mörk í 115 leikjum.
Dempsey er þekktastur fyrir það að hafa leikið fyrir Fulham á Englandi en hann eyddi alls fimm árum hjá félaginu.
Dempsey er 35 ára gamall í dag en hann lék með Seattle í fimm ár eftir að hafa komið þangað frá Tottenham.
Dempsey skoraði 57 mörk í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma og gerði einnig 57 mörk fyrir bandaríska landsliðið.