Bæði Sadio Mane og Mohamed Salah hafa staði sig afar vel með Liverpool og eru duglegir að skora og leggja upp.
Tvímenningarnir eiga það sameiginlegt að búa yfir gríðarlegum hraða og nýta þeir það í leikjum.
Mane var í gær spurður að því hvort hann væri fljótari en samherji sinn Salah sem þykir einn sá fljótasti á Englandi.
Mane efast ekki um það að hann sé fljótari af þeim tveimur og þá sérstaklega ef hlaupið er lengri vegalengd.
,,Já, auðvitað er ég fljótari en hann. Kannski ekki ef við hlaupum stutta vegalengd en ef við tölum um 100 eða 200 metra þá vinn ég klárlega,” sagði Mane.