Petr Cech hefur staðið í marki Arsenal í byrjun leiktíðar þrátt fyrir kaup liðsins á Bernd Leno í sumar.
Margir bjuggust við að Leno yrði markvörður númer eitt en hann kostaði 20 milljónir punda í sumar.
Þjóðverjinn er þó ekki að missa sig yfir byrjun tímabilsins og er viss um að hann fái tækifæri til að sanna sig.
,,Ég er handviss um það að ég hafi tekið rétta ákvörðun með að koma hingað,” sagði Leno við Bild.
,,Ég er ekki klikkaður. Það gæti tekið nokkrar viður eða mánuði en ég veit að minn tími hér mun koma.”