Leiknir Reykjavík er nánast búið að bóka áframhaldandi sæti í Inkasso-deild karla eftir sigur á Selfoss í kvöld.
Það var dramatík í boði á Selfossi en Sólon Breki Leifsson sá um að tryggja Leikni stigin þrjú í uppbótartíma í 2-1 sigri.
Selfoss er nú í 11. sæti deildarinnar eða fallsæti með 15 stig og lyftir Leiknir sér upp í sjöunda sæti og er með 21 stig.
Fram vann sterkan sigur á ÍR á Hertz vellinum á sama tíma þar sem sigurmarkið ko meinnig í uppbótartíma.
Staðan var 2-2 alveg þar til á 90. mínútu leiksins er Jökull Steinn Magnússon skoraði fyrir Fram og tryggði liðinu sigur.
Selfoss 1-2 Leiknir
0-1 Ólafur Hrannar Kristjánsson
1-1 Hrvoje Tokic
1-2 Sólon Breki Leifsson
ÍR 2-3 Fram
0-1 Federico Saraiva
1-1 Jón Gísli Ström(víti)
1-2 Már Ægisson
2-2 Andri Jónasson
2-3 Jökull Steinn Ólafsson