Yaya Toure, fyrrum leikmaður Manchester City, er búinn að finna sér nýtt félag en hann varð samningslaus í sumar.
Toure er 35 ára gamall í dag en hann var lengi sagður á leið til West Ham sem leikur undir stjórn Manuel Pellegrini.
Pellegrini staðfesti það hins vegar á dögunum að félagið hafi ákveðið að hætta við að fá leikmanninn.
Dimitry Seluk, umboðsmaður Toure, hefur staðfest það að hann sé búinn að gangast undir læknisskoðun hjá nýju félagi.
,,Yaya er búinn að gangast undir læknisskoðun í London. Hann er nálægt því að skrifa undir nýjan samning,” sagði Seluk.
,,Það er 100 prósent ekki West Ham. Yaya er sigurvegari. Það er síðasta félagið fyrir hann.”