Real Madrid hefur fest kaup á framherjanum Mariano Diaz en þetta var staðfest í kvöld.
Þessi 25 ára gamli leikmaður gerir fimm ára samning við Real en hann kemur til félagsins frá Lyon.
Mariano eins og hann er kallaður spilaði aðeins eitt tímabil með Lyon eftir að hafa komið einmitt frá Real.
Mariano er uppalinn hjá Real og spilaði alls átta deildarleiki fyrir liðið frá 2016 til 2017.
Hann stóð sig afar vel í Frakklandi og gerði 18 mörk í 37 deildarleikjum fyrir Lyon sem tryggði sér sæti í Meistaradeildinni.
Real borgar 23 milljónir evra fyrir framherjann sem fagnaði 25 ára afmæli sínu fyrr í ágúst.