Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, verður ekki með íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni gegn Sviss og Belgíu.
Þetta staðfesti Sean Dyche, stjóri Burnley í dag en Jóhann er meiddur aftan í læri.
Jóhann verður ekki með Burnley gegn Olympiakos á morgun en liðin eigast við í undankeppni Evrópudeildarinnar.
Það er mikið áfall fyrir Ísland að missa Jóhann en hann er einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins.
Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason missa einnig af leiknum og er svo óvíst með þáttöku Emils Hallfreðssonar.