Gerard Pique, leikmaður Barcelona, var mjög reiður um helgina eftir 1-0 sigur liðsins á Real Valladolid.
Barcelona heimsótti Valladolid í annarri umferð spænsku úrvalsdeildarinnar og hafði betur, 1-0.
Það reyndist erfitt fyrir Börsunga að spila sinn leik en eina mark leiksins skoraði Ousmane Dembele fyrir gestina.
Pique gaf það út eftir leikinn að völlur Valladolid hafi verið til háborinnar skammar og er nú hægt að taka undir það.
Það voru holur út um allt á vellinum um helgina og er það kraftaverk að enginn leikmaður hafi meiðst illa.
Sjón er sögu ríkari en hér má sjá ástand vallarins.
Yesterday, we witnessed football in potato field ?? pic.twitter.com/Fg1eBx2cgh
— BarcaTimes Media (@BarcaMediaAcc) 26 August 2018