Davide Zappacosta, leikmaður Chelsea, gæti verið á förum frá félaginu í janúarglugganum.
Zappacosta er ekki fastamaður hjá Maurizio Sarri, stjóra Chelsea en hann kom til félagsins í fyrra frá Torino.
Ólíklegt er að Chelsea hleypi honum burt í sumar en Inter gæti þó reynt við hann fyrir lok félagaskiptagluggans.
Inter Milan hefur áhuga á að semja við Zappacosta sem viðurkennir það að hann gæti farið annað.
,,Gæti ég snúið aftur til Ítalíu? Já, Inter hefur verið á eftir mér,” sagði Zappacosta við Corriere dello Sport.
,,Umboðsmaður minn, Alessandro Lucci hefur sagt mér frá áhuganum þó að ég hafi alltaf einbeitt mér að Chelsea.”