Þeir Jamie Vardy og Gary Cahill hafa ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna en þeir hafa undanfarin ár verið partur af enska landsliðinu.
Cahill er 32 ára gamall varnarmaður en hann átti ekki fast sæti í vörn Englands á HM í sumar.
Vardy er 31 árs gamall framherji en hann ætlar ekki að gefa kost á sér í bili en útilokar þó ekki að snúa aftur ef England þarf nauðsynlega á hans hjálp að halda.
Cahill er á mála hjá Chelsea á Englandi og vill hann nú einbeita sér algjörlega að vinna sér inn byrjunarliðssæti þar.
Vardy spilar með Leicester City í úrvalsdeildinni en hann vill líkt og Cahill einbeita sér að þvi verkefni.