Wayne Rooney gekk í raðir DC United í Bandaríkjunum í sumar en liðið spilar í MLS deildinni.
Rooney hefur átt frábæran feril og var lengi lykilmaður hjá Manchester United og enska landsliðinu.
Framherjinn hefur byrjað afar vel með DC United en hann spilaði þó í 1-0 tapi gegn New York Red Bulls í gær.
Stuðningsmenn Red Bulls ákváðu að nýta tímann í gær og gerðu grín að Rooney og mættu til leiks með ristastóran fána.
Þar má sjá mynd af Rooney og er honum líkt við skallaörn en Rooney hefur farið í hárígræðslu eftir að hafa misst hárið ungur að aldri.
Mynd af þessu má sjá hér.