Stan Collymore, fyrrum leikmaður Liverpool, hvetur Arsenal til að selja miðjumanninn Mesut Özil næsta sumar.
Collymore er á því máli að Özil sé lúxusleikmaður sem henti ekki Unai Emery sem tók við liðinu fyrr í sumar.
,,Arsenal ætti að leyfa Mezut Özil að fara í lok tímabils því hann er ekki stríðsmaðurinn sem Unai Emery þarf á að halda,“ sagði Collymore.
,,Hann þarf meira en bara góða tækni frá Özil. Emery þarf leikmenn sem grafa djúpt. Leikmenn með minni tækni en meiri orku, hjarta og anda.“
,,Þeir ættu að fá sér sæti með honum, taka í hendina á honum og segja honum að hann sé frábær leikmaður en einnig lúxusleikmaður sem þeir eiga ekki efni á.“