Framherjinn Paco Alcacer hefur skrifað undir samning við þýska liðið Borussia Dortmund.
Þetta var staðfest í dag en Alcacer gerir eins árs langan lánssamning við Dortmund sem borgar 2 milljónir evra.
Félagið getur hins vegar keypt hann næsta sumar ef hann stendur sig vel þó að Barcelona megi hafna boðinu.
Alcacer er 24 ára gamall sóknarmaður en hann var á óskalista Dortmund eftir að félaginu mistókst að tryggja sér Divock Origi frá Liverpool.
Alcacer hefur undanfarin ár ekki átt fast sæti hjá Barcelona og spilaði aðeins 17 deildarleiki á síðasta tímabili.