Jose Mourinho, stjóri Manchester United, verður ekki rekinn frá félaginu eftir 3-0 tap gegn Tottenham í gær.
Enskir miðlar greina frá þessu í kvöld en Mourinho átti langt samtal við stjórnarformann félagsins, Ed Woodward eftir leikinn.
Mourinho og Woodward fóru yfir hlutina í búningsklefanum eftir leik og var á meðal annars rætt um jákvæðan fyrri hálfleik.
Samtal tvímenningana var sagt hafa endað vel en nokkrir aðilar í stjórn félagsins hafa þó áhyggjur af Portúgalanum.
United hefur byrjað tímabilið erfiðlega og var að tapa sínum öðrum leik í röð eftir 3-2 tap gegn Brighton í annarri umferð.
Woodward hefur þó enn fulla trú á Mourinho og hans plönum og treystir því að gengi liðsins muni batna á næstu vikum.