fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Einar kann ekki við hrokann: Biður sína menn að sýna auðmýkt og þakklæti

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 12:28

Einar Þór Bárðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Bárðarson, oft kallaður umboðsmaður Íslands, hvetur fólk til að sýna auðmýkt og þakklæti. Tilefnið er ólíkt gengi tveggja knattspyrnuliða sem eiga ófáa stuðningsmenn hér á landi, Liverpool og Manchester United.

Einar er sjálfur gallharður stuðningsmaður Liverpool en liðið hefur farið frábærlega af stað í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Liðið er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og eru margir sem spá því að Liverpool verði í harðri baráttu við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn.

Á sama tíma er gengi Manchester United ekkert til að hrópa húrra yfir. Liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð, síðast 3-0 á heimavelli gegn Tottenham í gærkvöldi. Liðið tapaði um helgina 3-2 gegn Brighton og er óhætt að segja að krísa sé á Old Trafford um þessar mundir. Liðið er í neðri hluta deildarinnar með 3 stig eftir 3 umferðir.

Rígurinn á milli þessara sögufrægu félaga er mikill og þreytast stuðningsmenn liðanna seint á að monta sig ef vel gengur og strá salti í sárin ef illa gengur.

Einar hvetur stuðningsmenn Liverpool hins vegar til að hafa sig hæga.

„Sem Liverpool maður til 40 ára þá hefði ég vanist því síðustu ár að tala varlega. Láta lítið fyrir mér fara og vera ekki að ganntast með ófarir annarra liða. Vera semsagt lítillátur og þakklátur fyrir það sem maður fær og það sýnist mér flestir „púlarar“ hafa tamið sér. Einn sigur og þá láta menn duga pent „YNWA“ í gluggann hjá sér,“ segir Einar og bætir við að hann hafi orðið var við það að margir úr röðum stuðningsmanna Liverpool hafi sýnt fullmikinn hroka.

„Nú er öldin önnur og margir úr okkar röðum með háreysti og hroka og svona gamla MAN U takta. Ég kann ekkert sérstaklega vel við þetta nýja stef okkar í okkar auðmýkja fögnuði. Ég vil bara að við höldum áfram að vera hógværir og þakklátir áhangendur. YNWA. Er ég einn um þetta?“ spyr Einar að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ætlar að fá treyju Messi áður en hann mætir til Englands

Ætlar að fá treyju Messi áður en hann mætir til Englands
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“
433Sport
Í gær

Hraunaði yfir eigin leikmann eftir gærkvöldið

Hraunaði yfir eigin leikmann eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða