Thibaut Courtois, nýr markvörður Real Madrid, hefur byrjað tímabilið á bekknum hjá félaginu.
Courtois var keyptur frá Chelsea í sumar og var búist við að hann myndi fara beint í byrjunarlið Real.
Keylor Navas hefur hins vegar byrjað í marki Real á leiktíðinni og hefur Julen Lopetegui, stjóri liðsins, nú útskýrt af hverju.
,,Þetta er ekki staða sem er auðvelt að skilja en það er hægt að útskýra,“ sagði Lopetegui eftir 4-1 sigur á Girona.
,,Ég er með nokkra góða mögulega í markinu og það eru engin vandamál þar. Við ákveðum hvað er best fyrir hvern leik.“
,,Navas fékk tækifærið og hann stóð sig mjög vel. Ég er með mínar hugmyndir en mun ekki deila þeim.“