Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu liðsins í efstu deild.
Zaha átti góðan leik fyrir lið Palace í gær er liðið þurfti þó að sætta sig við 2-1 tap gegn Watford.
Zaha er einn allra mikilvægasti leikmaður Palace og að flestra mati hæfileikaríkasti leikmaður liðsins.
Þessi 25 ára gamli vængmaður skoraði sitt 24. mark fyrir liðið í úrvalsdeildinni í gær og er það nýtt met.
Zaha hefur undanfarið þrjú ár spilað með Palace í efstu deild og hefur gert 24 mörk í 116 deildarleikjum.
Zaha bætir met Chris Armstrong sem lék með liðinu frá 1992-1995.