Fabinho gekk í raðir Liverpool frá Monaco í sumar en hann kostaði félagið um 40 milljónir punda.
Fabinho hefur enn ekki komið við sögu hjá Liverpool á leiktíðinni og eru margir sem undra sig á því.
Miðjumaðurinn er heill heilsu og í fínu formi en hann segist enn vera að aðlagast breytingum frá því að hafa spilað í Frakklandi.
,,Ég geri mér grein fyrir öðruvísi leikstíl hérna en hjá Monaco. Við notuðum tvo á miðjunni en hérna eru það yfirleitt þrír,“ sagði Fabinho.
,,Liðsfélagar mínir á miðjunni hafa veitt mér leiðsögn og aðstoð, einnig varnarmennirnir.“
,,Ég vissi að þetta væri breyting og ég hef aðlagast vel. Þú vilt fá leiðsögn frá leikmönnum í kringum þig og frammistaðan á undirbúningstímabilinu var góð.“
,,Þótt að leikkerfið sé öðruvísi þá er þetta líka svipað. Það er hægt að bera liðin saman í því að þau fara úr vörn í sókn mjög hratt og eru með hraða leikmenn fram á við.“
,,Ég vona að ég geti verið eins mikilvægur hér og ég var hjá Monaco.“