Jean-Michel Seri, leikmaður Fulham, átti góðan leik í dag er liðið mætti Burnley í ensku úrvalsdeildinni.
Seri var eftirsóttur biti í sumar og voru mörg stórlið sem vildu fá hann áður en Fulham hafði óvænt betur.
Seri skoraði fyrsta mark Fulham í 4-2 sigri á Burnley í dag og var mark hans í dýrari kantinum.
Seri átti magnað skot fyrir utan teig sem Joe Hart réð alls ekki við enda smellhitti Frakkinn boltann.
Hér má sjá markið.
Believe in Seri pic.twitter.com/UtefN26ZYG
— Caoimhín MacAonghusa (@Varmenszoon) 26 August 2018