fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Chelsea lagði Newcastle – Fulham skoraði fjögur gegn Burnley

Victor Pálsson
Sunnudaginn 26. ágúst 2018 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir hörkuleikir voru að klárast í ensku úrvalsdeildinni og var boðið upp á nóg af mörkum.

Chelsea er með fullt hús stiga í deildinni eftir fyrstu þrjá leikina en liðið heimsótti Newcastle í dag.

Stuðningsmenn þurftu að bíða lengi eftir fyrsta markinu en Eden Hazard gerði það fyrir gestina úr vítaspyrnu.

Joselu jafnaði svo metin fyrir heimamenn stuttu síðar áður en DeAndre Yedlin varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem tryggði Chelsea sigur.

Fulham var í stuði gegn Burnley á sama tíma og unnu nýliðarnir flottan 4-2 heimasigur.

Aleksander Mitrovic gerði tvennu fyrir Fulham í leiknum en Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur af velli hjá Burnley í fyrri hálfleik.

Newcastle 1-2 Chelsea
0-1 Eden Hazard(víti, 76′)
1-1 Joselu(83′)
1-2 DeAndre Yedlin(sjálfsmark, 87′)

Fulham 4-2 Burnley
1-0 Jean-Michael Seri(4′)
1-1 Jeff Hendrick(10′)
2-1 Aleksandar Mitrovic(36′)
3-1 Aleksandar Mitrovic(38′)
3-2 James Tarkowski(41′)
4-2 Andre Schurrle(83′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“