Tveir hörkuleikir voru að klárast í ensku úrvalsdeildinni og var boðið upp á nóg af mörkum.
Chelsea er með fullt hús stiga í deildinni eftir fyrstu þrjá leikina en liðið heimsótti Newcastle í dag.
Stuðningsmenn þurftu að bíða lengi eftir fyrsta markinu en Eden Hazard gerði það fyrir gestina úr vítaspyrnu.
Joselu jafnaði svo metin fyrir heimamenn stuttu síðar áður en DeAndre Yedlin varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem tryggði Chelsea sigur.
Fulham var í stuði gegn Burnley á sama tíma og unnu nýliðarnir flottan 4-2 heimasigur.
Aleksander Mitrovic gerði tvennu fyrir Fulham í leiknum en Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur af velli hjá Burnley í fyrri hálfleik.
Newcastle 1-2 Chelsea
0-1 Eden Hazard(víti, 76′)
1-1 Joselu(83′)
1-2 DeAndre Yedlin(sjálfsmark, 87′)
Fulham 4-2 Burnley
1-0 Jean-Michael Seri(4′)
1-1 Jeff Hendrick(10′)
2-1 Aleksandar Mitrovic(36′)
3-1 Aleksandar Mitrovic(38′)
3-2 James Tarkowski(41′)
4-2 Andre Schurrle(83′)