Chelsea vann mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Newcastle á St. James’ Park.
Chelsea vann 2-1 sigur í leiknum en liðið var mun sterkari aðilinn þó vörn Newcastle hafi verið sterk.
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, þekkir aðeins til Rafa Benitez, stjóra Newcastle, en Spánverjinn kom honum á óvart í dag.
,,Þessi leikur var mjög erfiður. Þeir voru svo þéttir og það var ómögulegt að mynda pláss, það var erfitt,“ sagði Sarri.
,,Þetta var betra í síðari hálfleik en þessi leikur var mjög erfiður. Ég hef aldrei séð Benitez spila með fimm varnarmenn svo það kom mér mikið á óvart í byrjun.“