Arnór Smárason var frábær fyrir lið Lillestrom í dag er liðið mætti Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni.
Arnór hefur byrjað feril sinn hjá Lillestrom virkilega vel og gerði tvennu í 3-1 sigri á úytivelli í dag.
Arnór spilaði alls 87 mínútur fyrir þá gulu í dag og skoraði bæði annað og þriðja mark liðsins og tryggði sigur.
Lillestrom er í harðri fallbaráttu í Noregi og er Arnór að hjálpa liðinu gríðarlega.
Arnór Ingvi Traustason lagði þá upp mark í Svíþjóð en hann lékk fyrir Malmö sem vann 5- 0 sigur á Sirius.
Arnóri tókst ekki að skora í dag en hann lagði upp fjórða mark liðsins á Anders Christiansen.