Cristiano Ronaldo bíður enn eftir sínu fyrsta marki fyrir Juventus en hann lék með liðinu í dag gegn Lazio.
Ronaldo gekk í raðir Juventus frá Real Madrid í sumar en hann raðaði inn mörkum fyrir Real bæði í spænska úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni.
Ronaldo skoraði fyrir Juventus í æfingaleik í sumar en hefur enn ekki skorað í keppnisleik enn sem komið er.
Ronaldo lagði þó upp mark á Mario Mandzukic í sigri á Lazio í dag en stoðsendingin var ansi skrautleg.
Ronaldo hitti boltann illa og þaðan fór knötturinn á Mandzukic sem skoraði. Atvikið má sjá hér.
Lmao…. No-look assist from my boy, has messifc on threads here
Ronaldo fans eating Gucci pic.twitter.com/GmzCZdmpUN— Dipank (@Dipanck) 25 August 2018