Napoli 3-2 AC Milan
0-1 Giacomo Bonaventura
0-2 Davide Calabria
1-2 Piotr Zielinski
2-2 Piotr Zielinski
3-2 Dries Mertens
Napoli vann sigur í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið fékk AC Milan í heimsókn á Stadio San Paolo.
AC Milan kom mörgum á óvart og komst í 2-0 en þeir Giacomo Bonaventura og Davide Calabria skoruðu mörkin.
Staðan var 2-0 fyrir Napoli snemma í síðari hálfleik áður en Piotr Zielinski lagaði stöðuna fyrir heimamenn.
Zielinski var svo aftur á ferðinni stuttu síðar og staðan orðin 2-2. Milan kom alls ekki til leiks í síðari hálfleik.
Dries Mertens sá svo um að tryggja Napoli sigur á 80. mínútu leiksins og fagnaði liðið dramatískum 3-2 sigri.