Mario Mandzukic, framherji Juventus á Ítalíu, hafnaði Manchester United í sumarglugganum.
Calciomercato á Ítalíu greinir frá þessu en Mandzukic var reglulega orðaður við önnur félög í sumar.
Mandzukic hefur undanfarin þrjú ár leikið með Juventus og hefur gert 22 deildarmörk í 92 leikjum.
Samkvæmt ítalska fjölmiðlinum vildi United fá Mandzukic í sínar raðir í sumar en Jose Mourinho er mikill aðdáandi hans.
Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, sannfærði Mandzukic hins vegar um að vera áfram og hafnaði hann enska félaginu að lokum.