Hugo Lloris, markvörður Tottenham, gerði sig sekan um slæm mistök í gær er hann var tekinn drukkinn undir stýri.
Lloris hafði skemmt sér á fimmtudagskvöldið og ákvað að keyra bifreið sína heim áður en hann var stöðvaður af lögreglunni.
Lloris hefur viðurkennt mistök sín og bað alla í kringum sig afsökunar enda alls ekki hegðun sem fyrirmynd á að sýna.
Nú er útlit fyrir það að Lloris sé að missa fyrirliðabandið hjá Tottenham en the Daily Mail greinir frá.
Samkvæmt Mail ætlar Tottenham að refsa Lloris fyrir þessi mistök og verður Harry Kane gerður að fyrirliða í staðinn.