Liverpool á Englandi hefur staðfest það að markvörðurinn Loris Karius sé farinn til Tyrklands.
Karius var aðalmarkvörður Liverpool á síðustu leiktíð en félagið keypti svo Alisson frá Roma í sumar.
Karius er 25 ára gamall Þjóðverji en hann gerir tveggja ára langan lánssamning við Besiktas í tyrknensku úrvalsdeildinni.
Karius á að baki 49 leiki fyrir Liverpool síðan hann kom til félagsins frá Mainz árið 2016.
Simon Mignolet verður því varamarkvörður Liverpool á leiktíðinni eftir brottför Karius.