West Ham hefur ekki byrjað tímabilið á Englandi vel undir stjórn Manuel Pellegrini sem tók við í sumar.
West Ham styrkti sig gríðarlega í sumarglugganum og keypti á meðal annars varnarmanninn Issa Diop.
Diop spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið gegn Arsenal í dag en varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í 3-1 tapi.
Þessi 21 árs gamli leikmaður varð aðeins sá áttundi í sögunni til að gera sjálfsmark í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni.
Diop lék allar 90 mínúturnar fyrir West Ham í dag en hann var keyptur til félagsins frá Toulouse í Frakklandi.