Hugo Lloris, markvörður Tottenham á Englandi, er búinn að koma sér í vandræði eftir mistök í nótt.
Lloris er aðalmarkvörður Tottenham og einnig fyrirliði liðsins en hann hefur lengi leikið á Englandi.
Lloris gerði sig sekan um að keyra undir áhrifum áfengis og hefur verið ákærður af lögreglunni í London.
Möguleiki er á að Lloris verði ekki með Tottenham sem spilar við Manchester United á mánudaginn.
Óvíst er hvort að félagið muni refsa Loris harkalega en það er ekkert smá mál að keyra undir áhrifum áfengis.
Lloris á að baki yfir 250 leiki fyrir Tottenham en hann kom til liðsins árið 2012.