fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433

Freyr: Kíkiði bara á frænda hans, hann er að spila fimmtugur

Victor Pálsson
Föstudaginn 24. ágúst 2018 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, ræddi við blaðamenn í höfuðstöðvum KSÍ í dag er nýr landsliðshópur var kynntur.

Freyr var spurður út í hvort það væri einhver staða sem hann og Erik Hamren hefðu áhyggjur af fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni.

Það er ekki mikil breidd í hægri bakverðinum í landsliðinu en Freyr hefur þó ekki miklar áhyggjur. Þar spilar Birkir Már Sævarsson og hefur gert undanfarin ár.

,,Við höfum ekki áhyggjur af neinu eins og staðan er núna. Við höfum ekki rekist á neitt sérstakt enda rétt byrjaðir. Það gæti komið seinna,“ sagði Freyr.

,,Þú nefnir Birki Má og hægri bakvarðarstöðuna. Það er búið að efast um Birki í sex ár og hann er að eldast en kíkiði bara á frænda hans, hann er að spila fimmtugur.“

,,Við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af þeim dreng. Ég hef engar áhyggjur af Birki Má í þessum leikjum, september, október, nóvember og hef aldrei haft.“

,,Það er vitað mál að við höfum ekki mikla breidd í hægri bakverðinum almennt en ég vil nefna það að Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði þar á undirbúningstímabilinu fyrir HM og spilaði þann leik frábærlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford