Víkingur R. 2-3 Breiðablik
1-0 Geoffrey Castillion(30′)
1-1 Viktor Örn Margeirsson(38′)
1-2 Willum Þór Willumsson(40′)
1-3 Viktor Örn Margeirsson(55′)
2-3 Nikolaj Hansen(víti, 63′)
Það fór fram gríðarlega fjörugur leikur á Víkingsvelli í kvöld er Breiðablik mætti Víkingi Reykjavík í 16. umferð Pepsi-deildar karla.
Víkingar komust yfir á 30. mínútu leiksins í kvöld er framherjinn Geoffrey astilion skallaði knöttinn í netið.
Aðeins tíu mínútum síðar var staðan orðin 2-1 fyrir gestunum en þeir Viktor Örn Margeirsson og Willum Þór Willumsson sáu um að skora fyrir Blika.
Viktor Örn bætti svo við sínu öðru marki á 55. mínútu síðari hálfleiks og staðan orðin 3-1.
Nikolaj Hansen lagaði stöðuna fyrir Víking úr vítaspyrnu stuttu síðar en fleiri mörk voru ekki skoruð og lokastaðan, 3-2.
Blikar eru nú komnir á topp deildarinnar en bæði Valur og Stjarnan eiga leik til góða. Valur er að vinna Grindavík 2-0 þessa stundina og ef þau úrslit standa er liðið tveimur stigum frá toppsætinu.