fbpx
Sunnudagur 05.febrúar 2023
433

Spá 433.is fyrir Pepsi deildina í heild – Skoðaðu hvernig deildin gæti endað

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keppni í Pepsi-deild karla hefst 27. apríl með tveimur leikjum en 1. umferðin klárast svo degi síðar. Það stefnir í að keppnin í ár verði hörð, bæði á toppi og á botni. Valur hefur titil að verja í Pepsi-deildinni en liðið hafði mikla yfirburði á síðustu leiktíð, ekki eru nein merki á lofti um að keppnin verði öðruvísi í ár. Í Kaplakrika er Ólafur Kristjánsson nýr þjálfari og hann hefur gert miklar breytingar á leikmannahópi liðsins. Miðað við veturinn mun það taka einhverja leiki í sumar fyrir FH að verða að liði sem getur barist við Val. KR-ingar fara bjartsýnir inn í mótið þrátt fyrir að leikmannahópur liðsins hafi oft verið sterkari, heim er mættur Rúnar Kristinsson sem er galdramaður í Vesturbænum. Seinast þegar hann stýrði liðinu var bikarfögnuður orðinn að hefð í Vesturbænum. Í Garðabæ og Kópavogi gera menn sér vonir um að liðin geti blandað sér í þessa baráttu, til að svo verði má lítið út af bregða. Keflavík og Fylkir eru nýliðar í deildinni í ár en liðin hafa bæði mikla reynslu úr efstu deild, hún gæti skipt miklu máli. Sumarið gæti orðið erfitt hjá þeim og sömu sögu má segja um Víking Reykjavík og ÍBV sem eru nokkuð óskrifuð blöð.

Valur – 1. sæti
Spámenn 433.is spá því að Valur muni endurheimta Íslandsmeistaratitil sinn í sumar en liðið vann deildina með yfirburðum í fyrra. Valsmenn hafa ekki gert neitt annað í sumar en að styrkja liðið sitt. Liðið hefur fengið landsliðsmanninn Birki Má Sævarsson í sínar raðir og þá kom Kristinn Freyr Sigurðsson heim úr atvinnumennsku, hann var besti leikmaður Pepsi-deildarinnar sumarið 2016. Valsmenn eru liðið sem þarf að vinna í sumar og yrði það í raun ótrúlegt ef það ynni ekki deildina með þennan leikmannahóp.

Lykilmaður – Haukur Páll Sigurðsson
X-faktor – Ólafur Karl Finsen
Þjálfari – Ólafur Jóhannesson

Komn­ir:
Birk­ir Már Sæv­ars­son
Krist­inn Freyr Sig­urðsson
Ívar Örn Jóns­son
Ólaf­ur Karl Fin­sen
Sveinn Sig­urður Jó­hann­es­son
Tobi­as Thomsen

Farn­ir:
Nicolas Bögild
Sindri Scheving
Orri Sig­urður Ómars­son
Haukur Ásberg Hilmarsson

FH – 2. sæti
Það eiga sér stað í fyrsta sinn í mörg ár gríðarlegar breytingar á liði FH en Heimir Guðjónsson var rekinn úr starfi síðasta haust eftir magnað starf í Kaplakrika. Heim er mættur Ólafur Kristjánsson sem starfað hefur í Danmörku síðustu ár. Ólafur er að setja saman nýtt lið og það gæti tekið eitthvað inn í sumarið að hlutirnir smelli saman, ef mið skal taka af frammistöðu og úrslitum FH. FH er með valinn mann í hverju rúmi og getur vel blandað sér í baráttu um þann stóra. FH hefur fengið til sín tíu leikmenn í vetur og átta af þeim gætu farið strax inn í byrjunarliðið, það segir allt um þær breytingar sem eru í Krikanum.

Lykilmaður – Davíð Þór Viðarsson
X-faktor – Zeiko Lewis
Þjálfari – Ólafur Kristjánsson

Komnir:
Edigerson Gomes Almeida (Láni)
Viðar Ari Jónsson (Láni)
Zeiko Lewis
Rennico Clarke
Egill Darri Makan
Geoffrey Castillion
Guðmundur Kristjánsson
Hjörtur Logi Valgarðsson
Kristinn Steindórsson
Rennico Clarke

Farnir:
Böðvar Böðvarsson
Bergsveinn Ólafsson
Kassim Doumbia
Matija Dvornekovic
Emil Pálsson
Guðmundur Karl Guðmundsson
Jón Ragnar Jónsson
Hörður Ingi Gunn­ars­son
Veigar Páll Gunnarsson

KR – 3. sæti
Rúnar Kristinsson er mættur heim í Vesturbæinn og við það verða kröfurnar þar á bæ talsvert meiri en síðustu sumur. Rúnar vann magnað starf í Vesturbænum áður en hann hélt út fyrir rúmum þremur árum. Rúnar starfaði í Noregi og Belgíu en er nú mættur heim, hann þarf að byggja upp nýtt KR-lið að miklu leyti. Nokkrir sterkir bitar hafa yfirgefið KR í vetur en þar mun mest muna um Tobias Thomsen, hann gekk í raðir Vals. KR náði í Kristin Jónsson sem mun styrkja varnar- og sóknarleik liðsins og þá hefur liðið fengið tvo erlenda leikmenn. Pablo Punyed gekk í raðir KR frá ÍBV en þar var hann í tvö ár án þess að sýna sínar bestu hliðar. Það gæti reynst erfitt fyrir KR að berjast um titilinn í ár en ef Rúnari tekst snemma að skrúfa liðið saman er allt hægt.

Lykilmaður – Óskar Örn Hauksson
X-faktor – Kennie Chopart
Þjálfari – Rúnar Kristinsson

Komn­ir:
Al­bert Wat­son
Djor­dje Panic
Björg­vin Stef­áns­son
Kristinn Jónsson
Pablo Punyed
Atli Sig­ur­jóns­son

Farn­ir:
Michael Præst
Robert Sand­nes
Stefán Logi Magnús­son
Tobi­as Thomsen
Guðmund­ur Andri Tryggva­son
Indriði Sigurðsson

Stjarnan – 4. sæti
Stjarnan er orðið stórt félag í íslenskri knattspyrnu og kröfurnar eru miklar í Garðabæ, liðið er þó að margra mati ögn slakara en síðustu ár. Stjarnan hefur lítið styrkt lið sitt í vetur og fengið tvo leikmenn frá Víkingi Ólafsvík sem féll úr Pepsi-deildinni í fyrrasumar. Liðið missti Hólmbert Aron Friðjónsson út í atvinnumennsku en hann var mikilvægur hluti af leikstíl liðsins. Stjarnan er hins vegar með sterkt byrjunarlið sem getur á góðum degi keppt við Val og önnur af stærri liðum deildarinnar. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur fengið mikinn tíma með liðið en frá því að það varð Íslandsmeistari árið 2014 hefur það lítið gert í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar.

Lykilmaður – Guðjón Baldvinsson
X-faktor – Guðmundur Steinn Hafsteinsson
Þjálfari – Rúnar Páll Sigmundsson

Komn­ir:
Guðjón Orri Sig­ur­jóns­son
Þor­steinn Már Ragn­ars­son
Guðmund­ur Steinn Haf­steins­son
Terr­ance Dieterich

Farn­ir:
Ágúst Leó Björns­son
Dag­ur Aust­mann Hilm­ars­son
Máni Aust­mann Hilm­ars­son (Láni)
Ólaf­ur Karl Fin­sen
Sveinn Sig­urður Jó­hann­es­son
Hólm­bert Aron Friðjóns­son

Breiðablik – 5. sæti
Ágúst Gylfason er mættur í brúna í Kópavogi og það koma ferskir vindar með honum. Blikar hafa virkað ferskir í vetur og koma Olivers Sigurjónssonar á dögunum getur komið liðinu í baráttu um Evrópusæti. Tímabilið í fyrra var vonbrigði fyrir Breiðablik þar sem Arnar Grétarsson hóf tímabilið sem þjálfari en var rekinn í upphafi móts og Milos Milojevic tók við starfinu, honum tókst ekki að breyta því sem stjórn Breiðabliks taldi að þyrfti að breyta. Ágúst Gylfason hefur ekki breytt hryggjarsúlunni í liði Blika mikið en Jon­ath­an Hendrickx verður hægri bakvörður liðsins en sú staða var til vandræða í Kópavogi í fyrrasumar.

Lykilmaður – Gísli Eyjólfsson
X-faktor – Sveinn Aron Guðjohnsen
Þjálfari – Ágúst Gylfason

Komn­ir:
Jon­ath­an Hendrickx
Arn­ór Gauti Ragn­ars­son
Guðmund­ur Böðvar Guðjóns­son
Oliver Sigurjónsson (Láni)

Farn­ir:
Páll Ol­geir Þor­steins­son
Þórður Steinar Hreiðarsson
Hlynur Örn Hlöðversson (Láni)
Guðmundur Friðriksson
Sólon Breki Leifsson
Ernir Bjarnason
Kristinn Jónsson
Martin Lund Pedersen
Dino Dol­magic

KA – 6. sæti
Gula liðið frá Akureyri var nýliði í Pepsi-deild karla í fyrra og þrátt fyrir að vera með öflugan mannskap fékk liðið smá afslátt í gagnrýni vegna þess. Sr­djan Tufegdzic, þjálfari KA, þarf hins vegar að skila góðum árangri í sumar; stjórnar- og stuðningsmenn KA gera kröfur. Liðið hefur fengið til sín Hallgrím Jónasson úr atvinnumennsku og með Guðmanni Þórissyni eiga þeir að búa til bestu varnarlínu landsins. KA er með lið til að blanda sér í baráttu um Evrópusæti en eins og hjá nokkrum öðrum liðum mun það ráðast af meiðslum og leikbönnum en hópurinn er ekki ýkja breiður. Eru með einn besta leikmann deildarinnar í Hallgrími Mar Steingrímssyni

Lykilmaður – Hallgrímur Jónasson
X-faktor – Hallgrímur Mar Steingrímsson
Þjálfari – Sr­djan Tufegdzic

Komn­ir:
Mil­an Joksimovic
Hall­grím­ur Jónas­son
Sæþór Ol­geirs­son
Cristian Martín­ez

Farn­ir:
Almarr Ormars­son
Bjarki Þór Viðars­son
Davíð Rún­ar Bjarna­son
Dar­ko Bulatovic
Emil Lyng
Vedr­an Tur­kalj

Fjölnir – 7. sæti
Ólafur Páll Snorrason er nýr þjálfari í Grafarvoginum og hann skellir sér út í djúpu laugina. Ólafur var aðstoðarþjálfari FH í eitt ár en er nú mættur í Grafarvoginn þar sem hann var áður spilandi aðstoðarþjálfari. Fjölnir hefur litið vel út í vetur og liðið gæti komið á óvart í sumar. Bergsveinn Ólafsson og Guðmundur Karl Guðmundsson hafa snúið aftur heim eftir stutta dvöl í Kaplakrika. Þeir eiga að styrkja Fjölnis mikið og koma með hugarfar sigurvegarans í hópinn. Almarr Ormarsson á einnig að styrkja liðið mikið. Í Grafarvogi hefur vantað örlítið upp á stemminguna og hún þarf að vera í lagi svo liðið nái flugi.

Lykilmaður – Bergsveinn Ólafsson
X-faktor – Birnir Snær Ingason
Þjálfari – Ólafur Páll Snorrason

Komn­ir:
Berg­sveinn Ólafs­son
Guðmund­ur Karl Guðmunds­son
Almarr Ormars­son
Arn­ór Breki Ásþórs­son
Sig­urpáll Mel­berg Páls­son

Farn­ir:
Lin­us Ols­son
Fredrik Michal­sen
Mees Juni­or Siers
Marcus Sol­berg í Vend­syssel
Boj­an Stefán Lju­bicic
Ivica Dzol­an
Gunn­ar Þór Guðmunds­son

Grindavík – 8. sæti
Eftir frábært tímabil í fyrra þar sem Grindavík var nýliði í Pepsi-deildinni gæti árið í ár orðið erfiðara. Hver á að skora mörkin? Það er spurningin sem Grindavík þarf að svara í sumar. Maðurinn á bak við 19 mörk á síðustu leiktíð og markakóngur Pepsi-deildarinnar, Andri Rúnar Bjarnason, er horfinn á braut og farinn í atvinnumennsku. Hópur Grindavíkur var ekki breiður í fyrra og það stefnir í að hann verði jafnvel minni í ár. Óli Stefán Flóventsson er áfram þjálfari liðsins en hann vann kraftaverk á síðustu leiktíð með liðið, hann virðist vera einn færasti þjálfari landsins.

Lykilmaður – Kristijan Jajalo
X-faktor – Jóhann Helgi Hannesson
Þjálfari – Óli Stefán Flóventsson

Komn­ir:
Aron Jó­hanns­son
Jó­hann Helgi Hann­es­son

Farn­ir:
Magnús Björg­vins­son
Aron Freyr Ró­berts­son
Gylfi Örn Öfjörð
Mi­los Zera­vica
Andri Rún­ar Bjarna­son

Fylkir – 9. sæti
Fylkir er kominn aftur í deild þeirra bestu og ætlar sér að byggja á sama grunni og kom liðinu upp úr 1. deildinni. Helgi Sigurðsson hefur bætt við Jonathan Glenn og Helga Val Daníelssyni í hóp sinn. Glenn er ólíkindatól, hann gæti raðað inn mörkum en oftar en ekki er hann ískaldur í markaskorun. Helgi Valur hefur ekki spilað fótbolta síðustu ár og óvíst hvernig hann kemur til leiks. Fylkir gæti sogast niður í fallbaráttu en ef létt verður yfir Lautinni er allt hægt.

Lykilmaður – Ásgeir Börkur Ásgeirsson
X-faktor – Jonathan Glenn
Þjálfari – Helgi Sigurðsson

Komn­ir:
Jon­ath­an Glenn
Helgi Val­ur Daní­els­son
Stefán Ari Björns­son

Farn­ir:
Ekki neinn


ÍBV – 10. sæti
Kristján Guðmundsson er að hefja sitt annað tímabil í Eyjum en í fyrra gustaði örlítið í kringum liðið. Kristjáni tókst hins vegar að halda liðinu uppi og gera það að bikarmeistara. Kristján hefur fengið að breyta leikmannahópi ÍBV mikið, hann hefur losað sig við leikmenn sem ekki höfðu trú á hugmyndum hans og fengið inn nýja menn. Breytingarnar eru hins vegar miklar og það gæti tekið talsverðan tíma að smíða nýtt og samkeppnishæft lið. Ekki eru merki um annað en að ÍBV muni berjast um að halda sæti sínu í deildinni í ár, líkt og þau síðustu.

Lykilmaður – Sindri Snær Magnússon
X-faktor – Shahab Zahedi Tabar
Þjálfari – Kristján Guðmundsson

Komn­ir:
Henry Roll­in­son
Priest­ley Griffiths
Yvan Erichot
Al­freð Már Hjaltalín
Ágúst Leó Björns­son
Dag­ur Aust­mann Hilm­ars­son
Ignacio Fideleff

Farn­ir:
Renato Punyed
Mikk­el Maiga­ard
Bri­an Mc­Le­an
Jón­as Tór Næs
Álvaro Montejo
Arn­ór Gauti Ragn­ars­son
Haf­steinn Briem
Pablo Punyed
Dav­id Atkin­son

Keflavík – 11. sæti
Það er ekki víst hvernig Keflavíkurnæturnar verða í sumar en liðið er komið aftur í efstu deild undir stjórn Guðlaugs Baldurssonar. Keflavík er með lið stemmingar en það gæti skort gæði í leikmannahóp liðsins til að það héldi sæti sínu í efstu deild. Hjá Keflavík eru hins vegar margir öflugir leikmenn og ef Guðlaugur nær að bæta við einum eða tveimur gæða leikmönnum fyrir mót er allt hægt. Miðað við stöðu leikmannahópsins í dag þarf margt að ganga upp svo liðið verði ekki í kjallaranum þegar talið verður upp úr pokanum í haust.

Lykilmaður – Jeppe Hansen
X-faktor – Lasse Rise
Þjálfari – Guðlaugur Baldursson

Komn­ir:
Jon­ath­an Mark Faer­ber
Boj­an Stefán Lju­bicic
Aron Freyr Ró­berts­son

Farn­ir:
Ekki neinn

Víkingur – 12. sæti
Ef aðeins á að taka mið af vetrinum þá er ljóst að Víkingur mun falla úr Pepsi-deildinni, leikur liðsins hefur verið slakur og úrslitin sömuleiðis. Misjafnar sögur berast úr Víkinni um stemminguna í kringum liðið en Logi Ólafsson er áfram skipstjóri í brúnni. Talsverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins en Sölvi Geir Ottesen sneri heim í Víkina eftir langa dvöl í atvinnumennsku. Hann þarf að koma inn í mótið í toppstandi til að varnarleikur Víkings verði með besta móti. Leikmannahópur Víkings er hæfileikaríkur en mikið þarf að breytast frá vetrinum svo ekki fari illa.

Lykilmaður – Alex Freyr Hilmarsson
X-faktor – Atli Hrafn Andra­son
Þjálfari – Logi Ólafsson

Komn­ir:
Atli Hrafn Andra­son (Láni)
Sölvi Geir Ottesen
Rick ten Voor­de
Jörgen Rich­ardsen
Gunn­laug­ur Hlyn­ur Birg­is­son
Hall­dór J. S. Þórðar­son
Sindri Scheving

Farn­ir:
Geof­frey Castilli­on
Ívar Örn Jóns­son
Kristó­fer Páll Viðars­son
Vikt­or Bjarki Arn­ars­son
Veig­ar Páll Gunn­ars­son

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fagnið sem vekur heimsathygli – Auðvelt og sendir mikilvæg skilaboð

Fagnið sem vekur heimsathygli – Auðvelt og sendir mikilvæg skilaboð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Tarkowski kláraði Arsenal á Goodison

Enska úrvalsdeildin: Tarkowski kláraði Arsenal á Goodison
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besti leikmaður Palace ekki með gegn Manchester United

Besti leikmaður Palace ekki með gegn Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Greenwood sagður ætla að flýja England – Ótrúlegt skref aðeins 21 árs gamall

Greenwood sagður ætla að flýja England – Ótrúlegt skref aðeins 21 árs gamall
433Sport
Í gær

Xavi: ,,Hann bað um að fá að fara“

Xavi: ,,Hann bað um að fá að fara“
433Sport
Í gær

Fyrsti leikur eftir svakalegan janúarglugga Chelsea – Hvernig verður byrjunarliðið?

Fyrsti leikur eftir svakalegan janúarglugga Chelsea – Hvernig verður byrjunarliðið?