

Forráðamenn Manchester United hafa undanfarið hitt stuðningsmenn félagsins og rætt við þá.
Stuðningsmenn og félagið hafa áhyggjur af lélegri stemmingu á Old Trafford.
Eftir að gerðar voru breytingar á því hvar ársmiðahafar eru hefur stemmingin minnkað.
Jose Mourinho stjóri Manchester United hefur sagt frá áhyggjum sínum af þessu.
Félagið mun á næstunni hitta stóran hóp stuðningsmanna þar sem allt verður gert til að auka lætin og stemminguna á Old Trafford.