fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019

braggamálið

Staðfest að tölvupóstum var eytt í braggamálinu – „Þú skuldar mér afsökunarbeiðni“ segir Eyþór

Staðfest að tölvupóstum var eytt í braggamálinu – „Þú skuldar mér afsökunarbeiðni“ segir Eyþór

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Komið er í ljós í eitt skipti fyrir öll, að tölvupóstum var eytt í braggamálinu, hafi einhver efast um það hingð til. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir frá því á Facebooksíðu sinni í gær að samkvæmt nýjum upplýsingum frá innri endurskoðanda sem henni hafi borist, komi í ljós að tölvupóstum hafi verið eytt í Lesa meira

Dagur hellti sér yfir Vigdísi – Sjáðu myndbandið

Dagur hellti sér yfir Vigdísi – Sjáðu myndbandið

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var hvass í máli þegar hann ræddi um tillögu Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, og Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, um að vísa Braggamálinu til héraðssaksóknara eða annara yfirvalda. Upprunalega var tillagan aðeins að vísa málinu til héraðssaksóknara, en henni var breytt til að það yrði embætti borgarlögmanns að vísa skýrslu innri Lesa meira

Vilja kæra braggamálið til héraðssaksóknara: „Það er svo mikið af lögbrotum sem koma fram í skýrslunni“

Vilja kæra braggamálið til héraðssaksóknara: „Það er svo mikið af lögbrotum sem koma fram í skýrslunni“

Eyjan
Fyrir 1 viku

Oddvitar Miðflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík, þær Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir, hyggjast leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara til frekari rannsóknar, vegna athugasemda og ábendinga um lögbrot í skýrslu innri endurskoðunar um málið: „Við verðum að fleyta þessari skýrslu áfram, það eru það alvarlegar athugasemdir sem Lesa meira

Yfirmenn hjá Reykjavíkurborg höfðu samráð um að brjóta reglur borgarinnar – „Mér þótti það skynsamlegt“

Yfirmenn hjá Reykjavíkurborg höfðu samráð um að brjóta reglur borgarinnar – „Mér þótti það skynsamlegt“

Fréttir
Fyrir 1 viku

Skrifstofustjórar hjá Reykjavíkurborg, Hrólfur Jónsson og Ámundi V. Brynjólfsson, höfðu samráð um að brjóta reglur borgarinnar í Braggamálinu. Fram kemur í skýrslu Innri endurskoðanda um Braggamálið að reglur vegna mannvirkjagerðar hjá borginni hafi verið brotnar þegar kom að framkvæmdum við braggann, er greint frá samráði Hrólfs Jónssonar, þáverandi skrifstofustjóra Skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, og Ámundar V. Brynjólfssonar, skrifstofustjóra Skrifstofu framkvæmda og Lesa meira

Þórdís Lóa svarar fyrir borgarstjóra: „Mér finnst braggaskýrslan ekki kalla á þessi viðbrögð“ – Bragganefndin sögð sjálfdauð

Þórdís Lóa svarar fyrir borgarstjóra: „Mér finnst braggaskýrslan ekki kalla á þessi viðbrögð“ – Bragganefndin sögð sjálfdauð

Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs, gerir lítið úr eftirmálum braggaskýrslunnar í Morgunblaðinu í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísaði á Þórdísi þegar Morgunblaðið innti hann svara vegna ákvörðunar hans um að sitja áfram í rýnihópnum um braggamálið. Aðspurð hvort of mikið væri gert úr veru borgarstjóra í hópnum sagði Þórdís: „Mér finnst Lesa meira

Braggamálið: Fjórum spurningum ósvarað – Hvar var Stefán?

Braggamálið: Fjórum spurningum ósvarað – Hvar var Stefán?

Fréttir
Fyrir 1 viku

DV hefur fjallað ítarlega um Braggamálið svokallaða undanfarna mánuði, málið snýst um að búið er að eyða 425 milljónum króna af skattpeningum borgara Reykjavíkur í að byggja bragga undir veitingastað og félagsmiðstöð fyrir stúdenta Háskólans í Reykjavík. Málið hefur skapað fjaðrafok innan veggja Ráðhússins í Reykjavík og rétt fyrir jól kom úr svört skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkur Lesa meira

Dagur borgarstjóri sakaður um kvenfyrirlitningu: „Ekki veit ég hvernig Samfylking kemur fram við sínar konur“

Dagur borgarstjóri sakaður um kvenfyrirlitningu: „Ekki veit ég hvernig Samfylking kemur fram við sínar konur“

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ákvörðun Dags B. Eggertssonarborgarstjóra um að víkja ekki sæti í þriggja manna nefnd sem hefur braggamálið til skoðunar líkt og Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skoraði á hann um að gera, hefur vakið furðu margra. Hildur skoraði á borgarstjóra að víkja úr nefndinni til að eftirvinnan hefði einhvern trúverðugleika, ellegar segði hún sig sjálf úr nefndinni. Lesa meira

Margrét undrast skýrslu Innri endurskoðunar – Telur sig fullfæra að taka að sér fleiri verkefni fyrir borgina

Margrét undrast skýrslu Innri endurskoðunar – Telur sig fullfæra að taka að sér fleiri verkefni fyrir borgina

Fréttir
Fyrir 1 viku

Margrét Leifsdóttir arkitekt hjá Arkíbúllunni telur sig fullhæfa til þess að taka að sér fleiri verkefni fyrir Reykjavíkur. DV hefur fjallað ítarlega um Braggamálið svokallaða undanfarna mánuði, málið snýst um að búið er að eyða 425 milljónum króna af skattpeningum borgara Reykjavíkur í að byggja bragga undir veitingastað og félagsmiðstöð fyrir stúdenta Háskólans í Reykjavík. Málið hefur Lesa meira

Margt enn á huldu í Braggamálinu: Óljóst um 70 milljónir – Borgin tvísaga um tölvupósta

Margt enn á huldu í Braggamálinu: Óljóst um 70 milljónir – Borgin tvísaga um tölvupósta

Fréttir
Fyrir 1 viku

Reykjavíkurborg hefur ekki getið veitt DV svör um hvað var gert við meira en 70 milljónir króna í tengslum við braggann á Nauthólsvegi 100. DV hefur fjallað ítarlega um Braggamálið svokallaða undanfarna mánuði, málið snýst um að búið er að eyða 425 milljónum króna af skattpeningum borgara Reykjavíkur í að byggja bragga undir veitingastað og félagsmiðstöð fyrir Lesa meira

Margar ósvaraðar spurningar í kringum Braggamálið

Margar ósvaraðar spurningar í kringum Braggamálið

Fréttir
Fyrir 1 viku

Braggamálið svokallaða hefur verið í fjölmiðlum undanfarna mánuði og skapaði fjaðrafok innan borgarstjórnarinnar í Reykjavík. Búið er að eyða 425 milljónum króna af skattpeningum borgara Reykjavíkur í að byggja bragga undir veitingastað og félagsmiðstöð fyrir stúdenta Háskólans í Reykjavík. Bragginn var upprunalega byggður í síðari heimsstyrjöld og var hann hluti af hóteli. Hótelið brann svo og lá undir skemmdum í Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af