fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Blaðamaður Morgunblaðsins sakar Geir um ósmekklegheit

Segir að ekki standi til að breyta valinu á íþróttamanni ársins

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lítill sómi þótti mér í tísti Geirs Þorsteinssonar um kjör íþróttamanns ársins að kvöldi 28. desember. Lítið skárra var yfirklór hans í samtali við útvarpsþáttinn Akraborgina daginn eftir. Geir er nefnilega ekki hver sem er. Hann er heiðursformaður Knattspyrnusambands Íslands. Ekki er til of mikils mælst að heiðurformaður KSÍ geti í það minnsta óskað íþróttamanni ársins 2017 til hamingju þótt honum hafi runnið í skap vegna þess að maður úr hans íþrótt hreppti ekki hnossið að þessu sinni.“

Þetta segir Ívar Benediktsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, í grein í blaðinu í dag. Þar gagnrýnir hann Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formann KSÍ, sem var ekki parhrifinn af valinu á íþróttamanni ársins sem kunngjört var við hátíðlega athöfn að kvöldi 28. desember.

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var valin íþróttamaður ársins og er óhætt að segja að hún hafi verið vel að nafnbótinni komin enda búin að eiga frábært ár í golfinu. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins, og Gylfi Þór Sigurðsson komu í næstu sætum og var Geir óhress með að knattspyrnumaður hefði ekki verið valinn. Hann sagði á Twitter:

„Þetta gengur ekki lengur – þurfum að velja íþróttamann og íþróttakonu ársins – fá til verksins hundruði aðila sem til þekkja – knattspyrnumaður ekki valinn ÍMÁ 2017 !!“

Sjá einnig: Geir ósáttur við val á íþróttamanni ársins: „Þetta gengur ekki lengur“

Geir, sem gegndi formennsku KSÍ í áraraðir, var gagnrýndur nokkuð harðlega í kjölfarið. Ívar, sem hefur langa reynslu sem íþróttafréttamaður, segir að Geir hafi sýnt af sér smekkleysi og bendir á að sólarhringur hafi liðið þar til Geir kom því í verk að óska Ólafíu Þórunni til hamingju. Það gerði hann í samtali við útvarpsþáttinn Akraborgina.

„Eins var ósmekklegt hjá heiðursformanni KSÍ að nota tækifærið, fáeinum mínútum eftir að ljóst var að hans maður varð ekki fyrir valinu, að benda á að þörfin væri orðin knýjandi á að breyta kjöri íþróttamanns ársins og kynjaskipta kjörinu. Heiðursformanni KSÍ til upplýsingar þá stendur ekki til að breyta fyrirkomulagi kjörsins sem er á vegum Samtaka íþróttafréttamanna sem hafa samvinnu við íþróttahreyfinguna um hóf vegna kjörsins. Vilji íþróttahreyfingin stofna til síns eigin kjörs á íþróttamanni ársins er ekkert því til fyrirstöðu. Samtök íþróttafréttamanna munu áfram velja íþróttamann ársins, eins og þau hafa gert frá 1956, hvort sem heiðursformanni KSÍ líkar betur eða verr og hvort sem kynjaskipting verður tekin upp við það í framtíðinni eða ekki. Orð heiðursformanns KSÍ hafa og eiga að hafa vægi. Hafi hann hinsvegar ekkert burðugra fram að færa er kannski fyrir bestu að hann sitji á strák sínum á friðarstóli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er hiti á Arnari í starfi? – „Þá heimta ég ekki að þættinum sé cancelað og að Gísli Einarsson sé rekinn“

Er hiti á Arnari í starfi? – „Þá heimta ég ekki að þættinum sé cancelað og að Gísli Einarsson sé rekinn“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“