fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Sport

Guðjón Valur fær á baukinn eftir viðtal á RÚV í kvöld: „Algerlega taktlaust. Í raun stórfurðuleg hegðun“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. janúar 2018 23:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að viðtal RÚV við Guðjón Val Sigurðsson, landsliðsfyrirliða í handbolta, hafi vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum í kvöld en viðtalið var tekið skömmu eftir svekkjandi tap Íslands gegn Serbum í riðlakeppni Evrópumótsins sem nú stendur yfir í Króatíu.

Ísland tapaði leiknum með þremur mörkum og sigur Svía á heimamönnum í Króatíu í kvöld gerði það svo að verkum að Ísland er úr leik í mótinu.

Í viðtalinu virtist Guðjón Valur hinn brattasti og hefur framkoma hans í viðtalinu fengið ýmsa til að klóra sér í kollinum.

Þegar Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður RÚV, spurði Guðjón hverjar hans fyrstu hugsanir eftir leik væru, sagði hann:

Er einn þeirra sem gagnrýna Guðjón.
Hörður Magnússon Er einn þeirra sem gagnrýna Guðjón.

„Alltaf skal þetta enda svona maður. Ha? Þegar þú tapar með þremur þá taparðu með þremur og þetta er bara eins og þetta sé skrifað í skýin. Mikið ótrúlega er þetta gaman.“

Þorkell benti á að íslenska liðið byði allavega íslensku þjóðinni upp á spennu fram á kvöld. Þá var ljóst að Króatar þyrftu að vinna Svía til að Ísland kæmist áfram. Það gekk ekki eftir.

Guðjón Valur: „Já, og okkur sjálfum og áhorfendum og öllum og svo bara vonum við það besta, að Króatarnir vinni og þá erum við áfram með tvö stig og þá er þetta eins og þetta hafi aldrei gerst.“

Þegar hann var spurður hvernig hann hefði upplifað leikinn sagði Guðjón: „Ofsalega skemmtilegur. Bara fullt af fjöri, fullt af færum og mér fannst við spila bara ágætlega. Við vorum kannski aðeins á handbremsunni. Það var eins og við værum að verja sætið í milliriðli í staðinn fyrir að ná í það og taka það með okkur heim. En, þú veist, við áttum að vera búnir að klára þennan leik,“ sagði Guðjón og benti á að dauðafæri hefðu farið í súginn. „En þetta skal alltaf vera svona. Þetta er sportið maður. Ótrúlega gaman.“

Þegar fréttamaður spurði hvað hefði farið í gegnum hugann þegar Björgvin Páll Gústavsson varði síðasta skot leiksins og hélt þar með á lífi von Íslands um sæti í milliriðil, sagði Guðjón: „Hann á skilið eitt gott nudd í kvöld, herbergisfélaginn. Það er eitthvað gott sem ég plana fyrir hann og geri fyrir hann.“

Guðjóni, sem er einn allra besti handboltamaður þjóðarinnar og reynslumesti leikmaður íslenska hópsins, hefur verið legið á hálsi á samfélagsmiðlum í kvöld fyrir viðtalið. Fjölmargir hafa gagnrýnt hann á Twitter á meðan aðrir benda á að hann hafi eflaust verið svekktur eftir tapið, reynt að líta á björtu hliðarnar en hugsanlega farið aðeins of langt í þeim efnum. Guðjón Valur var besti maður Íslands í leiknum og skoraði mörg mikilvæg mörk en því miður dugðu þau ekki til.

Hvað sem öllu þessu líður má sjá brot af umræðunni hér að neðan. Viðtalið með hljóði og mynd má finna á vef RÚV en einnig í tísti hér að neðan þar sem einnig má sjá brot af umræðunni á Twitter eftir leik.

Íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon er einn þeirra sem leggur orð í belg og segir hann að viðtalið hafi verið taktlaust og landsliðsfyrirliði Íslands sýnt stórfurðulega hegðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Í gær

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Í gær

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi