fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Sport

Lítill meðbyr fyrir EM í Króatíu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. janúar 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Handboltalandsliðið í karlaflokki er að hefja leik á Evrópumótinu í handbolta en leikið er í Króatíu. Leikir Íslands í riðlinum fara fram í Split og hefur liðið leik í dag, föstudag. Riðill Íslands er sterkur og ljóst er að á brattann verður að sækja.

Leikir Íslands:Föstudagur 12. janúar – 17.15 (Svíþjóð – Ísland)Sunnudagur 14. janúar – 19.30 (Ísland – Króatía)Þriðjudagur 16. janúar – 17.15 (Serbía – Ísland)

Möguleikar Íslands liggja gegn Svíþjóð og Serbíu en ljóst er að brekkan er brött þegar liðið mætir heimamönnum. Oft hefur verið bjartara yfir íslensku handboltaáhugafólki á leið inn í stórmót, liðið er að ganga í gegnum kynslóðaskipti og ljóst er að þau munu taka tíma. Síðustu tveir æfingarleikir liðsins fyrir mótið fóru fram um síðustu helgi þegar liðið mætti Þýskalandi í tvígang. Liðið fékk rækilega á baukinn í þeim leikjum og er dökkt ský yfir liðinu.

Aron Pálmarsson, annar af tveimur leikmönnum liðsins sem eru í heimsklassa, glímir við meiðsli í baki. Hann hefur æft með liðinu síðustu daga en bakmeiðsli geta verið erfið að eiga við. Leiðtogi liðsins er svo Guðjón Valur Sigurðsson, sem er einn ótrúlegasti íþróttamaður sem Ísland hefur átt. Guðjón varð um síðustu helgi markahæsti leikmaður sögunnar með landsliði. Guðjón lék fyrst með landsliðinu árið 1999 og hefur síðan verið lykilmaður í liðinu.

Það var Ívar Bene­dikts­son, blaðamaður Morg­un­blaðsins, sem tók saman upplýsingar um þetta magnaða afrek Guðjóns en upplýsingar um þetta höfðu ekki legið fyrir. Leikir Íslands fara fram næstu daga en ef úrslitin verða hagstæð fer liðið áfram í milliriðla þar sem allt getur gerst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Öll stærstu lið Englands vilja sækja þennan bita frá Úkraínu í sumar

Öll stærstu lið Englands vilja sækja þennan bita frá Úkraínu í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur
433Sport
Í gær

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“
433Sport
Í gær

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“