fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Sport

Kolfallinn fyrir landi og þjóð: Dásamlegt fólk

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 9. september 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænski fótboltamaðurinn Gonzalo Zamorano Leon tók ákvörðun eftir samtal við vin sinn að gangast til liðs við Huginn á Seyðisfirði og hefur svo sannarlega heillast af bæði landi og þjóð. Þessi ákvörðun hefur reynst bæði honum og liðinu farsæl en Gonzalo er markahæsti maður liðsins með 13 mörk í 19 leikum og einn markahæsti maður deildarinnar.

Gonzalo er fæddur 1995 og hefur spilað fótbolta frá 4 ára aldri og lék hann með spænska 3. deildar liðinu Pozuelo Alarcon áður en hann kom til Íslands til að freista gæfunnar og að leika fyrir Huginn.

Gonzalo stundar nám í viðskiptafræði, en fótboltinn á hug hans allan og hefur hann sett stefnuna á að snúa aftur til Ísland á komandi sumri.

„Mig hafði langað að prufa að spila fótbolta í öðru landi en Spáni og tók ákvörðun að koma til Íslands eftir samtal við vin minn Alvaro Montejo sem lék með Huginn fyrir 3 árum síðan. Hann hafði einungis góða hluti að segja bæði um félagið, Seyðisfjörð og Ísland, því ákvað ég að slá til,“ segir Gonzalo og bætir við:

„Ég er hugfanginn bæði af bæði landi og þjóð. Reynsla mín af dvölinni hér er einungis jákvæð. Ég hef ekki aðeins fengið tækifæri til að leika fótbolta í nýju landi heldur hef ég einnig kynnst dásamlegu fólki, bætt enskukunnáttu mína og hef hug á að læra íslensku í framtíðinni. Fólk hefur tekið mér afar vel og ég er heillaður af Seyðisfirði og landið er stórfenglegt. Ég hvet alla til að heimsækja Seyðisfjörð bærinn er yndislegur og fólkið frábært.“

Aðspurður um muninn á Íslendingum og Spánverjum er Gonzalo stuttorður en bætir síðan við að á Íslandi, rétt eins og á Spáni megi finna dásamlegt fólk.

„Ég gæti því alveg hugsað mér að dveljast hér næstu árin. Vissulega mun fjölskyldan koma til með að sakna mín. En vitandi að hér er ég hamingjusamur eru þau ánægð fyrir mína hönd.

Gonzalo stefnir á að koma til Íslands aftur að ári og halda áfram að leika knattspyrnu hér á landi.

„Það er talsverður munur á að spila hér eða í heimalandinu. Mér líkar við fótboltann hér og aðstaðan til fyrirmyndar. Hér eru til að mynda að stærstum hluta grasvellir sem er gott að spila á.

Eftir komu mína hingað hafa tveir spænskir leikmenn til viðbótar gengið til liðs við Huginn. Ég tel að erlendir leikmenn hafi mikinn áhuga á að koma hingað því allir sem hafa dvalist hér snúa heim heillaðir af landinu og fólkinu sem hér býr.“

Gonazlo segir frammistöðu Íslenska landsliðsins hafa vakið mikla athygli. Árangur þeirra er sá besti í sögu liðsins og er afar mikilvægur fyrir fótbolta í landinu og hefur kveikt mikinn áhuga fyrir Íslenskum fótbolta erlendis.

„Ég mun snúa aftur til Spánar fljótlega þar sem ég mun halda áfram í boltanum. Hver veit svo hvað gerist næsta sumar. Ef til vill munu önnur lið hafa samband og ég mun þá skoða það þegar að því kemur. En eins og staðan er í dag einbeiti ég mér sérstaklega að Huginn. Það er mitt lið og hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur fyrir mig á þeim tíma sem ég hef spilað með þeim. Frábært lið og yndislegt fólk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Í gær

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Í gær

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt