Sport

Freyr gerir upp erfitt sumar – Þetta verður að vera viðmiðið

Íslenska liðinu gekk ekki vel í sumar – Nú er nýtt upphaf

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 3. september 2017 20:00

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, valdi í vikunni hóp sinn fyrir fyrsta verkefnið í undankeppni Heimsmeistaramóts kvenna og markar það þáttaskil eftir erfitt sumar. Landsliðið fór á Evrópumótið í Hollandi í sumar þar sem það féll á stóra prófinu og tapaði öllum leikjunum.

Freyr hefur eftir mótið farið yfir það sem vel var gert og það sem illa fór. Hann fer yfir hlutina í ítarlegu viðtal sem DV tók við hann í vikunni.

„Ég þarf að setja einhver þáttaskil í þetta og hætta að ræða þetta núna, ég mun samt halda áfram að vinna í því sem þarf að laga hér innanhúss. Ég verð með erindi á ráðstefnu í kringum bikarúrslitaleikinn þar sem ég mun gera þetta upp með þjálfurum og þeim sem vilja í hreyfingunni, ég þarf samt að hætta að hugsa um þetta. Leikmennirnir þurfa líka að ýta þessu frá sér, þetta er búið. Við þurfum að laga það sem þarf að laga en núna þurfum við að einbeita okkur að því að ná í stig í undankeppni HM og vera klárir í það sem fram undan,“ sagði Freyr þegar við settumst niður með honum í Laugardalnum.

Umgjörðin fyrsta flokks

Freyr fór það sem vel var gert á Evrópumótinu í sumar og nefnir þar nokkra hluti. „Það eru nokkrir þættir sem voru jákvæðir, fyrst og síðast umgjörðin. Gæðin á því sem við vorum að gera í kringum liðið; starfsliðið og knattspyrnusambandið gerðu þetta eins vel og hægt var. Liðið hagaði sér svo líka vel á leið inn í mótið og hvernig það ætlaði sér að vera í standi til að gera þetta almennilega, það var allt faglegt og gott. Áhuginn og umfjöllun fjölmiðla var jákvæð, áhugi fólksins í landinu og fyrirtækja var jákvæður. Skoðanir fólks á liðinu; fólki var ekki sama. Þetta eru hlutir sem ekki þekktust í okkar umhverfi, þetta tók líka á, en ég vil miklu frekar hafa það þannig frekar en að öllum sé sama. Það er risastór sigur, við liðið eigum ekki bara heiðurinn af því. Fjölmiðlar eiga stóran þátt í því og fyrirtækin í landinu sem fóru að setja smá pening í þetta og styrkja leikmenn og auglýsa meira. Í mótinu sjálfu sýndum við gegn Frakklandi að við eigum heima þarna, við spiluðum taktískt mjög vel og vorum góð í leiknum. Við spiluðum vel í skrýtnum leik gegn Sviss, þar var líklega besta frammistaða sem við höfum sýnt gegn þeim. Frammistaðan gegn þeim er góð og ekkert hægt að setja út á það.“

Þetta þarf að vera viðmiðið

Ljóst er að KSÍ lagði mikið í mótið og fjölmiðlar settu ný viðmið í umfjöllun. „Þetta verður að vera viðmiðið í öllu í kringum þetta mót og það er það sem ég hef rætt um, ég þarf að finna að fólk vilji halda þessu áfram. Annað væri óásættanlegt, ég geri mér grein fyrir því að það verða ekki sjö þúsund manns á leiknum gegn Færeyjum. Ég vil meina að almennt séu gæðin á öllu hérna í ákveðnum gæðaflokki og að fólki finnist áhugavert að fylgjast með liðinu. Að leikmenn finni kraft innra með sér til að taka þátt í þessu og okkur tókst á þessu móti að setja allt í háan gæðaflokk.“

Gerum barnaleg mistök

Freyr segir að hlutir sem hafi farið úrskeiðis hafi verið nokkrir og nefnir þar tæknilega getu leikmanna sem sást vel á mótinu að vantaði mikið upp á. „Við erum svo úr leik og þá lendum við á vegg andlega, við erum bara hörmuleg í leiknum gegn Austurríki. Við gerum barnaleg mistök og erum ekki í neinu standi til að takast á við verkefnið, Austurríki gengur á lagið og var miklu betra. Ég veit síðan ekki hver orsakatengslin eru á því að við virtumst með lélegri boltatækni en hin liðin, það gæti verið að margir leikmenn spila í Pepsi-deildinni. Það gæti líka verið hversu fá við erum sem þjóð og bestu leikmennirnir geta komist upp með að fara svolítið létt í gegnum hlutina. Auðvitað getum við sent og tekið við bolta en á þessu stigi, á þessum hraða og undir þessari pressu, þá eigum við í erfiðleikum. Við erum í erfiðleikum með að taka boltann í rétt svæði, senda boltann á réttan hátt. Við þurfum að laga tæknilegu færnina, kannski er hættulegt að ég sé að tala um að okkur vanti svona hluti. Ef við tölum ekki um þetta og ætlum ekki að laga þetta að þá verðum við ekki betri, þeir sem ég hef talað við í hreyfingunni sáu þetta eins vel og ég. Við erum aðeins á eftir og verðum að laga það, það gerum við á æfingasvæðinu inni í félögunum. Það er risastór þáttur í þessu að komast í betri lið og betri deildir. Fanndís er á leið í það núna og fleiri leikmenn kannski. Þar þarf að hafa fyrir hlutunum á hverri einustu æfingu og í hverjum einasta leik. Fanndís fer í frönsku deildina og þar eru leikmenn jafnvel hraðari en hún og sterkari. Hérna heima er hún bæði fljótust og sterkust, hún getur ekki annað en bætt sig ef hugarfarið er rétt til á að takast á við svona áskorun. Leikmaður eins og hún þarf meira áreiti til að bæta sig og ég held að Breiðablik hafi séð það og leyft henni að fara.“

Nýtt upphaf

Freyr þarf að endurstilla liðið og koma því í gírinn fyrir undankeppni HM en þar er Þýskaland líklegast til árangurs í að vinna riðilinn og líklegt að Tékkland berjist við Ísland um annað sætið. Fyrsta sætið tryggir öruggt sæti á HM og fjögur af sjö liðum í öðru sæti fara í umspil um sæti á HM í Frakklandi. „Fyrir riðilinn þá horfum við á að það er hægt að vinna Þýskaland í einum leik og komast áfram eins og Danir gerðu á EM. Í riðli sem tekur heilt ár þá er það mjög erfitt, einbeiting okkar er á að ná þessu öðru sæti og sjá til þess að tryggja okkur umspilið. Á sama tíma væri gaman að stríða risanum og kroppa í hann. Við sýndum á EM að það er hægt ef við erum með allt á hreinu. Ef við fáum stig í Þýskalandi og komum svo heim í leik þar sem allt er undir, fullur völlur og stemming. Það skiptir öllu máli að halda fókus í öllum leikjum í þessum riðli, hvert mark getur talið til að fara áfram,“ sagði Freyr að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimir segir ólíklegt að Jóhann Berg verði með

Heimir segir ólíklegt að Jóhann Berg verði með
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fylgstu með fréttamannafundi Íslands í Volgograd í beinni hérna

Fylgstu með fréttamannafundi Íslands í Volgograd í beinni hérna
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Benedikt segir það sem fáir fótboltafíklar þora að viðurkenna

Benedikt segir það sem fáir fótboltafíklar þora að viðurkenna
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður Nígeríu klár í að deyja fyrir sigur gegn Íslandi

Leikmaður Nígeríu klár í að deyja fyrir sigur gegn Íslandi