fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Sport

Peningabardaginn milli Mayweather og McGregor fer í sögubækurnar

Ótrúlegar fjárhæðir í spilinu – Bubbi Morthens spáir í spilin

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. ágúst 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn stærsti hnefaleikabardagi sögunnar fer fram á laugardag þegar Floyd Mayweather Jr. berst við Conor McGregor í Las Vegas. Líklega er um að ræða einn tekjuhæsta bardaga sögunnar en hans hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Bardaginn er nefndur „Peningabardaginn“ enda munu báðir kappar þéna hreint ótrúlegar upphæðir. Bardaginn er þó ekki hefðbundinn enda er Conor McGregor ekki boxari að upplagi eins og Mayweather heldur hefur hann orðið stjarna i íþróttaheiminum í gegnum blandaðar bardagaíþróttir.

Bardaginn fer fram í T-Mobile höllinni í Nevada í Bandaríkjunum en mikil læti hafa verið í kringum bardagann og þeir félagar skipst á að stela sviðsljósinu með umdeildum ummælum. Mayweather er líklegri til sigurs enda verið að keppa í hans íþrótt en sérfræðinga telja að kjaftfori Írinn eigi möguleika en högg hans ættu að vera þyngri en þau sem koma frá Mayweather.

Hver er Conor McGregor?

Conor Anthony McGregor er fullt nafn kappans en hann er fæddur árið 1988 í Dublin á Írlandi, hann hóf feril sinn í blönduðum bardagaíþróttum árið 2008 og keppti um hina ýmsu titla áður en UFC, stærsta sambandið í blönduðum bardagaíþróttum samdi við hann árið 2013. Frá fyrsta degi hefur hann verið stjarna sambandsins enda vekur hann athygli hvar sem hann kemur, stíll hans innan vallar og kjafturinn á honum utan vallar hefur gert hann að einum frægasta íþróttamanni dagsins í dag á mjög stuttum tíma. Ljóst er að á brattann er að sækja fyrir McGregor í þessum bardaga enda er hann að mæta einum öflugasta hnefaleikakappa sögunnar á laugardaginn í Las Vegas.

Hver er Floyd Mayweather?

Mayweather er fæddur árið 1977 en þegar hann kom í heiminn var hann skírður Floyd Joy Sinclair, í dag ber hann nafnið Floyd Mayweather og er orðinn fertugur. Hann hefur aldrei á atvinnumannsferli sínum tapað bardaga, hann hefur barist 49 sinnum. Hann hefur 26 sinnum rotað andstæðing sinn og 23 sinnum hefur hann unnið á dómaraúrskurði. Hann hefur hins vegar ekki barist í rúm tvö ár og einnig gæti aldurinn verið farinn að segja til sín. Mayweather er þekktur fyrir að vera mjög öflugur tæknilega og lætur ekki góma sig með buxurnar á hælunum. Sjaldnast ná andstæðingar hans að veita honum mörg högg og síðustu ár hefur Mayweather oftar en ekki unnið á stigum. Mayweather leggur mikið upp úr lífsstíl sínum og lifir hátt. Hann ber gælunafnið „Money“ og nefnist liðið sem er í kringum hann „The Money Team“. Mayweather er hins vegar mjög umdeildur maður og þurfti að sitja í fangelsi í 90 daga árið 2012 fyrir að berja fyrrverandi kærustu sína. Það var ekki í fyrsta sinn sem Mayweather kom fyrir dómara vegna ofbeldis í garð kvenna.

Peningabardaginn

Báðir keppendur munu þéna ótrúlegar upphæðir vegna þessa bardaga en upphæðina sem McGregor mun þéna hefur hann aldrei séð þegar hann keppir í blönduðum bardagaíþróttum. Mayweather hefur verið þekktur fyrir að berjast fyrir háar upphæðir og var ekki til í bardaga við kjaftfora Írann nema á sínum forsendum. Bardaginn hafði lengi verið í umræðunni en það var ekki fyrr en McGregor samþykkti að berjast á forsendum Mayweather að bardaginn varð að veruleika. Mest af tekjunum kemur í gegnum „pay-per-view“ þar sem ekki er hægt að horfa á bardagann í Bandaríkjunum og Bretlandi nema borga sérstakan aðgang að honum. Það kostar nálægt 100 dollurum að horfa á bardagann í sjónvarpi í Bandaríkjunum. Það er þó ekkert sérstaklega há upphæð ef verðið á bardagann sjálfan er skoðað. Ódýrasti miðinn í stúku kostar sem samsvarar 170 þúsund íslenskum krónum og er þá um að ræða frekar léleg sæti. Sæti nálægt hringnum kosta svo 1,6 milljónir og þaðan af meira. Mayweather mun þéna meira en 100 milljónir dollara fyrir bardagann og McGregor að minnsta kosti 75 milljónir dollara. Þeir skrifuðu báðir undir samning sem bannar þeim að tjá sig um upphæðirnar sem þeir fá.

Verður sirkus

Bubbi Morthens er manna fróðastur hér á landi um hnefaleika.
Á hverju má fólk eiga von?
„Fólk getur átt von á skemmtun, þeir sem hafa fylgst mikið með bardagaíþróttum vita ekki alveg við hverju á að búast. Þetta er sirkus, þetta er eins og ljón að hoppa í gegnum logandi tjörn. Þetta er forvitnilegt vegna þess að þetta er fjarri öllum hefðum sem við höfum séð. Þetta er forvitnilegt vegna þess að Mayweather er með 49 sigra og ekkert tap á ferli sínum í atvinnumannahnefaleikum, Conor er með engan sigur og ekkert tap á ferli sínum í þeirri íþrótt. Floyd er einn allra besti varnarboxari sögunnar, hann er í topp fimm yfir bestu varnarboxara sögunnar.“

Sérfræðingur í lesa andstæðinginn

Mayweather er einn besti boxari allra tíma og er sérfræðingur að núlla út andstæðing sinn. „Framan af ferlinum var Floyd mjög höggþungur, þá var hann að sigra með fléttum og rothöggum. Kannski var hans stærsti sigur á ferlinum gegn Diego Corrales, hann hefur barist undanfarin 10 ár aðeins gegn elítu boxurum. Þeir hafa ekki átt séns í hann, stundum hafa yfirburðirnir verið svo miklir að fólk hefur sagt bardaga hans vera leiðinlega. Þeir hafa kannski verið leiðinlegir því andstæðingar hans hafa ekki átt séns, hann hefur ekki verið að spila á það að fara maður í mann. Hann er sérfræðingur í lesa andstæðing sinn, hann gerir það í fyrstu lotunum. Þannig geta næstu lotur eftir það orðið að niðurlægingu fyrir andstæðing hans, það hefur ekki skipt neinu máli hver það hefur verið. Mayweather hefur líka sýnt að hann getur tekið við höggum. Gegn Sean Mosley tók hann á móti þungu hægri höggi og stóð það af sér, hann fann fyrir því en fór ekki í gólfið. Floyd er að vísu fertugur núna og það getur skipt einhverju máli. Hann er léttari og lægri en Conor, það segir okkur það að Conor á möguleika.“

Minni nánd í MMA

McGregor er að fara inn á alveg nýtt svið, hvað þarf hann að gera til að vinna?
„Í MMA hafa yfirburðir Conor verið í líkingu við yfirburði Floyd í hnefaleikum en þar gilda allt aðrar reglur og leikurinn er allt öðruvísi fyrir utan þá staðreynd að það eru notaðir hnefar í báðum íþróttum. Í MMA er nándin miklu minni og þeir eru miklu fjær hvor öðrum en þeir þurfa að vera í hnefaleikum, þar þarftu að vera nær andstæðingi þínum til að geta komið inn. Í MMA er sparkað og menn nota lappirnar sem gefur tækifæri á að vera aðeins fjær. Ef Conor ætlar að eiga möguleika þá verður hann að gera eitthvað í fyrstu fjórum lotunum annars verður hann niðurlægður, hann hefur engu að tapa. Þetta er í fyrsta sinn sem hann hefur barist sem atvinnumaður í hnefaleikum, hann á ekki að eiga möguleika.“

Allt undir hjá Mayweather

Mayweather hefur aldrei tapað á sínum ferli og er að setja ferilinn undir þegar hann berst við Írann.
„Conor er að taka inn milljarða, hann þarf aldrei að hafa áhyggjur af fjármálum héðan af, eða afkomendur hans. Hann mun ganga heill frá þessum leik. Hann fer bara aftur inn í MMA og þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu. Floyd er að leggja allt undir, hann er að leggja ferilinn undir, hann er að leggja goðsögnina sína undir, það er allt undir hjá honum. Öll pressan er á Floyd, það ætti að geta unnið með Conor. Mayweather er hins vegar vanur þessu, það er daglegt brauð fyrir hann að vinna undir svona pressu. Þetta er bara annar dagur á skrifstofunni fyrir hann, hann er ekki bara að þessu fyrir peningana. Samkvæmt bókinni þá tapar Conor og það kemur ekki neinum á óvart ef það gerist, það sem er forvitnilegt við þetta er hvort hann eigi möguleika gegn besta boxara samtímans. Ég vona, fyrir skemmtunina, að Conor vinni og það er alveg möguleiki en ef þetta væri stærðfræði þá segði ég að Floyd ynni. Conor þarf að geta slegið hann niður til að eiga möguleika á sigri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Í gær

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Í gær

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum