Sport

Jón Viðar segir Argentínumanninn hafa potað í auga Gunnars: „Hefði auðvitað átt að segja eitthvað“

Verum stolt af honum

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 16. júlí 2017 22:37

„Lífið er ekki alltaf sanngjarnt finnst manni. Gunnar hefur aldrei verið eins góður eins og sást í byrjun bardagans og í æfingabúðunum. Mér fannst hann nánast vera leika sér að Argentínumanninum. Santiago potaði hressilega í augað á Gunna í fyrstu fléttunni sem Gunnar kom með. Gunni sá allt blörrað eftir það. Hefði auðvitað átt að segja eitthvað en gerði það ekki. Santiago náði síðan að klára bardagann eins þjóðin veit.“

Þetta segir Jón Viðar Arnþórsson yfirmaður Mjölnis og nánasti vinur Gunnars Nelson um bardaga Gunnars og Santiago. Bardaginn stóð ekki lengi yfir en Santiago sló Gunnar Nelson niður í fyrstu lotu. Jón Viðar segir:

„Gunnar er góður á því en auðvitað hrikalega svekktur. Fer í æfingabann út sumarið, en ef ég þekki hann rétt þá mun þetta kveikja mikinn eldmóð i honum.

Þeir bestu tapa líka, bara erfiðara að sjá vini sína tapa í þessari íþrótt heldur en öðrum. Styðjum Gunna og höldum áfram, nóg eftir! Gunnar er enn þá lang besti bardagaíþróttamaður í sögu Íslands! Verum stolt af honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar – Sjúkraþjálfari Íslands lenti í hjólaslysi

Sjáðu myndirnar – Sjúkraþjálfari Íslands lenti í hjólaslysi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Len Isleifsson gæti ekki verið stoltari: Skyldur 22 af 23 leikmönnum íslenska landsliðsins – sendir strákunum falleg skilaboð

Len Isleifsson gæti ekki verið stoltari: Skyldur 22 af 23 leikmönnum íslenska landsliðsins – sendir strákunum falleg skilaboð