Santiago rotaði Gunnar í 1. lotu

Gunn­ar Nelson mættti Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio á UFC Fight Night 113 í Glasgow nú í kvöld. Langflestir sérfræðingar í MMA höfðu fyrir bardagann spáð Gunnari sigri. Áhorfendur voru flestir á bandi Gunnars og var hann meðal annars hvattur áfram með hinu heimsfræga víkingaklappi. Bardaginn fór fram í Glasgow í Skotlandi. Bardaginn stóð ekki lengi yfir en Santiago sló Gunnar Nelson niður í fyrstu lotu.

Bardagi þeirra Gunnars og Santiago var aðal bardagi kvöldsins. Gunnar sem hefur verið á mikilli siglingu var fyrir bardagann í 8 sæti á lista yfir þá sem skara fram úr í veltivigt. Ponzinibbio er sex sætum neðar eða í 14 sæti. Í úttekt um Argentínumanninn segir á MMA fréttum:

„Santiago Ponzinibbio er þrítugur Argentínumaður með ágætlega mikla reynslu. Hann er með sex sigra og tvö töp í UFC en hefur unnið fjóra bardaga í röð og hefur aldrei verið betri. Hann skipar nú 14. sæti styrkleikalista UFC í veltivigtinni og er staðráðinn í að komast ofar.“

Gunnar hafði fyrir bardagann í kvöld unnið tvo bardaga í röð á afar sannfærandi hátt eftir tapið gegn Demian Maia. Á vef MMA frétta segir:

„Það fer ekki á milli mála að Gunnar er gríðarlega sterkur í gólfinu en í síðustu tveimur bardögum sínum hefur hann litið afar vel út standandi.“

En eins og áður segir, bardaginn stóð ekki lengi yfir. Santiago sló Gunnar í gólfið í 1. lotu og sigraði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.